Almennt er farið eftir almennum reglum er félag eigenda sumardvalar svæða setur og settum svæðisreglum hverju sinni.
- Um húsbíla, tjöld og tjaldvagna gilda sömu reglur og almennt gilda á tjaldsvæðinu hvort heldur sem þau eru í lengri eða skemmri tíma.
- Börn undir 12 ára aldri skulu ávallt vera í umsjón og undir eftirliti foreldra eða forráðamanna á meðan á dvöl stendur.
- Öll óþarfa umferð og hávaði eftir kl. 24:00 er óheimil.
- Lausaganga gæludýra á svæðinu er bönnuð og bera eigendur ábyrgð á ónæði og óþrifum er af þeim kann að hljóta.
- Hámarkshraði innan svæðisins er 15 km.
- Losun á ferðasalernum skal aðeins fara fram á þar til gerðum stöðum.
Brot á reglum getur varðað brottrekstri af svæðinu.
Langtímastæði
- Sé samið um langtímastæði, þ.e. einn mánuð eða lengur fyrir hjólhýsi eða fellihýsi, skal það merkt og öll umhirða skal vera í umsjá leigutaka á meðan á dvöl hans stendur. Sé umhirðu ábótavant er umsjónarmanni heimilt að vinna hana á kostnað leigutaka að undangenginni skriflegri áskorun um úrbætur. Frágangur og staðsetning á hjólhýsum og öðrum búnaði skal ávallt vera í samræmi við reglur og í samráði við umsjónarmenn svæðisins. Aðeins er heimilt að hafa einn tjaldvagn eða hjólhýsi á stæðinu hverju sinni.
- Hverju stæði skal fylgja eitt bílastæði sem heimilt er að merkja viðkomandi dvalargesti sérstaklega sem einkastæði. Hverju stæði fylgir jafnframt aðgangur að rafmagni sem selt er skv. mæli auk aðgangs að vatni. Rafmagnskaplar og slöngur frá rafmagnspóstum og vatnskrönum eru alfarið í umsjá og á kostnað dvalargesta.
- Sé fellihýsi eða hjólhýsi lánað þriðja aðila, ber eigandi ábyrgð á að farið sé að settum reglum.
- Viðbótar gróður og plöntun trjáa skal ávallt vera í samræmi við reglur um gróður og umhirðu hans og telst eign tjaldsvæðisins að samningstíma loknum. Varast skal alla óþarfa umferð um svæðið er valdið getur spjöllum á gróðri og mannvirkjum, jafnt sumar sem vetur (svo sem akstur og umferð á snjósleðum, fjórhjólum o.fl. þ.h.).
- Leigutaki og rekstraraðili skulu í sameiningu kappkosta að halda heildarmynd svæðisins snyrtilegu og til sóma.
- Tilkynna skal allar breytingar á heimilisfangi, netfangi og símanúmeri til forsvarsmanns svæðisins eða til Trogs ehf.
- Hjólhýsi og fellihýsi eru skilgreind hús á hjólum með dráttarbeisli og skráningarnúmeri, eða húsbíll og hús ætluð til flutninga á pallstól og skal ávallt vera hægt að fjarlægja með einföldum hætti. Ekki eru leyfð hús með mæniás (risi) gámahús.
- Svæði sem ætluð eru í dvöl allt að einum mánuði eða lengur skulu vera a.m.k. 100-120 m2 að stærð og skulu merkt sérstaklega.
- Sjá nánar reglur um gróður og umhirðu hans.