SUMARLEIGA

Fyrir hjólhýsaeigendur og ferðalanga.

þráðlaust netsamband.

Þú getur verið viss um að þú kemst á netið á tjaldstæðinu á Flúðum.  Þráðlaust net fyrir alla gesti á meðan á dvöl stendur.  Skoðaðu möguleikana á skemmtilegu fríi á Flúðum og afrþreyinguna sem í boði er.

rafmagn beint í hjól- eða fellihýsið.

Rafmagn er á svæðinu fyrir allt að 150 hjól- og fellihýsi.  Fjölgun á rafmagnsgáttum stendur til.

öflug þjónustumiðstöð.

Í þjónustumiðstöðinni er öll helsta þjónusta við ferðamenn.  Bæklingar liggja frammi með upplýsingum um allskyn afrþeyingu á svæðinu, gönguleiðir og þjónustu.  Einnig er hægt að kaupa kol á grillið, ísmola og annað smálegt.

steypiböð og WC.

Þægileg hreinlætisaðstaða er á tjaldstæðinu á Flúðum.  Við leggjum okkur fram um snyrtimennsku og hreinlæti og þú getur gengið að þessari aðstöðu allan sólarhringinn.

skelltu í vél.

Í tjaldmiðstöðinni á Flúðum er þvottavél og þurrkari þannig að ekki er vandamál að skella í eina vél sé þess þörf eftir votan göngutúr eða smáfólkið hefur leikið sér í sandinum.

Miðfellsganga er góð lífsreynsla

Gakktu í suður frá Tjaldmiðstöðinni og mundu að búa þig eftir veðri

Best að

fara gangandi