REGLUR SVÆÐINS

Við viljum tryggja öryggi og ánægju gesta okkar.

Reglur um tjaldsvæði á Flúðum

 

Almennt er farið eftir almennum reglum er félag eigenda sumardvalarsvæða setur og settum svæðisreglum hverju sinni. Börn undir 12 ára aldri skulu ávallt vera í umsjón og undir eftirliti foreldra eða forráðamanna á meðan á dvöl stendur.
Um húsbíla, tjöld og tjaldvagna gilda sömu reglur og almennt gilda á tjaldsvæðinu hvort heldur sem þau eru í lengri eða skemmri tíma. Öll óþarfa umferð og hávaði eftir kl. 24:00 er óheimil.
Hámarskhraði innan svæðisins er 15 km. Lausaganga gæludýra á svæðinu er bönnuð og bera eigiendur ábyrgð á ónæði og óþrifum er af þeim kann að hljóta. Umferð hesta er bönnuð á svæðinu. Losun á ferðasalernum skal aðeins fara fram á þar til gerðum stöðum.
Brot á reglum getur varðað brottrekstri af svæðinu. Sé samið um langtímastæði, þ.e. einn mánuð eða lengur fyrir hjólhýsi eða fellihýsi1, skal það merkt og öll umhirða skal vera í umsjá leigutaka á meðan á dvöl hans stendur2. Sé umhirðu ábótavant er umsjónarmanni heimilt að vinna hana á kostnað leigutaka að undangenginni skriflegri áskorun um úrbætur3.
Frágangur og staðsetning á hjólhýsum og öðrum búnaði skal ávallt vera í samræmi við reglur og í samráði við umsjónarmenn svæðisins. Aðeins er heimilt að hafa einn tjaldvagn eða hjólhýsi á stæðinu hverju sinni. Hverju stæði skal fylgja eitt bílastæði sem heimilt er að merkja viðkomandi dvalargesti sérstaklega sem einkastæði.
Hverju stæði fylgir jafnframt aðgangur að rafmagni sem selt er skv. mæli auk aðgangs að vatni. Rafmagnskaplar og slöngur frá rafmagnspóstum og vatnskrönum eru alfarið í umsjá og á kostnað dvalargesta.
Sé fellihýsi eða hjólhýsi lánað þriðja aðila, ber eigandi ábyrgð á að farið sé að settum reglum. Viðbótargróður og plöntun trjáa skal ávallt vera í samræmi við reglur um gróður og umhirðu hans og telst eign tjaldsvæðisins að samningstíma loknum. Varast skal alla óþarfa umferð um svæðið er valdið getur spjöllum á gróðri og mannvirkjum, jafnt sumar sem vetur (svo sem akstur og umferð á snjósleðum, fjórhjólum o.fl. þ.h.).
Leigutaki og rekstraraðili skulu í sameiningu kappkosta að halda heildarmynd svæðisins snyrtilegu og til sóma.
Tilkynna skal allar breytingar á heimilisfangi, netfangi og símanúmeri til forsvarsmanns svæðisins eða til Trogs ehf.
 
1 Hjólhýsi og fellihýsi eru skilgreind hús á hjólum með dráttarbeisli og skráningarnúmeri, eða húsbíll og hús
ætluð til flutninga á pallstól og skal ávallt vera hægt að fjarlægja með einföldum hætti. Ekki eru leyfð hús með
mæniás ( risi) gámahús.
2 Svæði sem ætluð eru í dvöl allt að einum mánuði eða lengur skulu vera a.m.k. 100-120 m2 að stærð og skulu
merkt sérstaklega.
3 Sjá nánar reglur um gróður og umhirðu hans.
 
 

Reglur um palla og skjólveggi, viðbótargróðurs

og umhirðu hans

1. gr.
Samningsaðilar skulu sameinast um það markmið að virða settar reglur og gæta í hvívetna samræmis í heildarútliti og ásýndar svæðisins við uppsetningu palla, skjólveggja og plöntun viðbótargróðurs eða trjáa á svæðinu.
2. gr.
Heimilt er að setja upp pall sem ekki er jarðfastur að hámarki allt að 15m2 og skjólvegg allt að 120cm á svæðinu að undangenginni skriflegri umsókn þar um .Umsókninni skal ávallt fylgja afstöðumynd og skriflegur uppdráttur ásamt tillögum um efnisval. Áður en framkvæmdir hefjast skulu þær án undantekninga samþykktar af umsjónarmanni svæðisins með skriflegum hætti. Eigendur bera alla ábyrgð á smíði og uppsetningu pallanna. Eigendur pallana eru ábyrgir gagnvart öllu því tjóni sem pallarnir geta valdið á eigum annarra, til að mynda ef þeir fjúka upp.
3. gr.
Ef uppsetning og efnisval eru ekki í samræmi við yfirlýst markmið sbr. 1. gr. skulu gerðar úrbætur í samræði við umsjónarmann svæðisins. Rísi upp vafamál sker stjórn Trogs ehf. úr  hverju sinni.
4. gr.
Ef þess er óskað skuldbindur Trog ehf. sig til að útvega mann og viðeigandi efni og setja upp pall og skjólveggi á kostnaðarverði í samræmi við gildandi reglur hverju sinni. Ávallt skal unnið í samræmi við fyrirframákveðna og skriflega samþykkta kostnaðaráætlun þar um.
5. gr.
Að samningstíma loknum skal pallur og skjólveggir fjarlægðir af leigutaka eða á hans kostnað nema um annað sé samið sérstaklega.
6. gr.
Plöntun viðbótarplantna og trjágróðurs er heimil en við val á jarðföstum fjölærum plöntum og trjám skal án undantekninga leita samþykkis umsjónarmanns svæðisins hverju sinni. Rísi upp vafamál skal Skrúðgarðyrkjumaður eða stjórn Trogs ehf. skera úr hverju sinni.
 
Umgengnisreglur
1. Heimilt er að aka farangri inn á tjaldsvæðið, en strax að því loknu skal bifreiðin færð á bílastæði. Það sama gildir um brottför, þá er heimilt að fara inn á svæðið til að sækja farangur.
a. Ath. að láta bílinn ekki standa lengi á grasinu.
b. Húsbílar eru undanþegnir liða 1.a
2. Milli kl. 23:30 og 9:00 er með öllu óheimilt að aka um tjaldsvæðið, nema í neyðartilfellum, eða með samþykki tjaldvarðar.
3. Næturfriður skal vera kominn á um miðnætti
4. Ölvun á almannafæri er með öllu óheimil á tjaldsvæðinu og við og í tjaldmiðstöð.
5. Lausaganga hunda er með öllu óheimil.
6. Öllu rusli skal komið í þar til gerð ílát eða gám við tjaldmiðstöð eða salernisaðstöðu.
Brot á þessum reglum getur varðað brottvísun af svæðinu.